
Hafðu samband við umboðsmann Kreativ Dental á Íslandi til að ákveða dagsetningar fyrir tannlæknatíma. Í Ungverjalandi eru ólíkir almennir frídagar þannig að það er mikilvægt að vera viss um að tannlæknastofan sé opin þegar þér hentar að koma.
Hér er gagnlegur linkur þar sem beint flug á milli Keflavíkur og Búdapest sést mánuð fyrir mánuð. Wizz Air lággjaldaflugfélagið flýgur á milli Íslands og Búdapest á mánudögum og föstudögum. Bara setja í "Origin" Keflavík og "Destination" Budapest. Þá koma tvær töflur - sú efri sýnir Kef - Bud og sú neðri sýnir Bud - Kef og má þar sjá alla flugdaga og öll verð fyrir þann tíma sem þú hefur valið. Gætið bara að því að hafa rétta mánuði í töflunum miðað við hvaða tímabil þú villt skoða. Fyrir neðan "mánuðinn" í töflunum er lína með punktum sem auðveldar manni að sjá hæsta og lægsta verð í hverjum mánuði.
https://wizzair.com/en-gb/flights/timetable#/
Við getum einnig aðstoðað þig við að finna ódýrasta flugið og við getum jafnvel hjálpað þér að bóka flugið þitt.
Kreativ Dental hefur samið um sérstök kjör við nokkur hótel á svæðinu. Til að þessi sérstöku gjöld gagnist þér verðum við að bóka gistinguna.
Til að skoða gistinguna nánar bjóðum við þér að ýta hér.
Áður en þú leggur af stað munum við senda þér staðfestingu á tímabóknum þínum, ferðatilhögun og gistingu (ef gistingin hefur verið bókuð í gegnum okkur).
Einn af fulltrúm Kreativ Dental og bílstjóri munu hitta þig við afgreiðsluborðið hjá Kreativ Dental á flugvellinum í Búdapest sem staðsett er í flughöfn 2A - gegnt bílaleiguborðunum. Þar færðu tímakortið þitt afhent sem hefur að geyma dagsetningu og hvenær dags fysti tíminn þinn er. Síðan verður ekið með þig annað hvort á hótelið eða á tannlæknastofuna sem er háð því hvenær fyrsti tími þinn er hjá tannlækninum.
Til að bóka tíma hjá tannlækninum einfaldlega hafðu samband við okkur eða sendu skilaboð.