Tannlæknastofa okkar, Kreativ Dental, var stofnuð árið 1998 í Búdapest með það að markmiði að bjóða upp á tannlæknaþjónustu í hæsta gæðaflokki hvað varðar greiningu, meðferð, efni og íhluti. Búdapest þekkja sumir sem höfuðborg tannlækninga fyrir erlenda gesti. Það er ekki einungis vegna þess að við bjóðum upp á ódýrari tannlæknaþjónustu en önnur lönd í Vestur-Evrópu heldur er það líka vegna þess að gæði tannlæknaþjónustu okkar eru til jafns við eða framar því besta sem þekkist í heiminum.
Tannlæknastofan okkar var sérhönnuð með tilliti til fjölbreyttrar starfsemi í stöðugri þróun sem er sú háþróaðasta í Evrópu. Hægt er að skoða stofuna í þrívídd með því að smella hér.
Við sérhæfum okkur í tannplöntum, postulínskrónum, brúm, uppbyggingu á kjálkabeini, kinnholulyftingum, tannholdsaðgerðum og tölvusneiðmyndum af tönnum.
Fegrunartannlækningar eru annað sérsvið okkar. Postulínskrónurnar sem við notum eru allar smíðaðar á hágæða innanhúsverkstæði okkar sem búið er nýjustu tækni frá Þýskalandi og Japan. Ekki síður mikilvægt er að 6 af okkar tanntæknum eru meistarar í iðninni.
Kreativ Dental Clinic © 2025