
Stafræn tölvusneiðmynd (einnig þekkt sem CT scan eða CAT scan) er sérhannað tæki sem tekur fjölda röntgenmynda frá mörgum mismunandi sjónarhornum og setur þær svo saman í tölvu til að sjá þrívíða mynd af kjálkanum. Tölvusneiðmynd sýnir einnig taugar, kinnholur og önnur líffræðileg kennileiti í kjálka og í munnholi.
Tölvusneiðmynd tekur skamma stund, Það er ekkert inngrip og geislun er mjög lág. Tölvusneiðmynd er frábært tæki til nákvæmrar greiningar sem hjálpar tannlæknum okkar að greina svæði sem hugsanlega þarfnast frekari athugunar og í flestum tilfellum að komast hjá könnunarskurðaðgerð.
Sérþjálfaður starfsmaður Kreativ Dental sér um að taka tölvusneiðmyndina. Tölvusneiðmyndasérfræðingur okkar skoðar og metur síðan tölvusneiðmyndina ásamt sérfræðingi í tannplöntum og/eða tannlækni.
Það eru sérstök tilfelli við munnholsskurðlækningar og tannplantaísetningar þar sem röntgenmynd veitir ekki nægar líffræðilegar upplýsingar til að framkvæma aðgerð. I þessum tilvikum er nauðsynlegt að nota tölvusneiðmynd áður en aðgerð hefst.