Kreativ Dental®
kreativ dental

Have questions?
+36(1)
22 201 99

contact us
slider

Ábyrgð

Oft gleymist að taka ábyrgð með í reikninginn þegar kemur að því hvaða tannlæknastofu skal velja til að framkvæma aðgerð. Að okkar mati er það einn mikilvægasti þátturinn sem aðgreinir eina tannlæknastofu frá annarri. 

Kreativ Dental býður víðtækustu ábyrgð sem í boði er frá Austur-Evrópskum tannlæknastofum því við erum fullviss um hágæðastaðla okkar bæði hvað varðar fagmennsku og gæði þeirra efna og íhluta sem við notum við meðferðir okkar. Engin önnur tannlæknastofa stendur okkur jafnfætis þegar kemur að ábyrgð.

Sumar tannlæknastofur gefa ekki einu sinni upp hvaða ábyrgðir þær veita. Sumar tannlæknastofur bjóða aðeins 2 ára ábyrgð og borga ekki flug eða gistingu fyrir sjúklinga sína. 

Við bjóðum ekki aðeins eina lengstu ábyrgð sem þekkist, heldur greiðum við einnig flug að upphæð 250 evrur og gistingu á einu af samstarfshótelum okkar meðan á tannviðgerðum stendur.


Aðeins tannlæknastofa sem vinnur samkvæmt hæstu stöðlum getur boðið svo rausnarlega ábyrgð.

Ábyrgðirnar okkar

Krónur

5 ár (Bráðabirgðakrónur ekki innifaldar)

Brúarsmíði

5 ár

Skeljar

5 ár

Fyllingar (Inlays/Onlays)

5 ár

Tannplantar (aðeins á vörunni)

Lífstíð

Tannpartar og fastir gómar

3 ár

Heilir gómar

1 ár

 Ábyrgðin skerðist eða ógildist ef: 

- Ef munn-/ tannhirða er vanrækt
- Ef ekki er farið í reglubundna skoðun og tannhreinsun til tannlæknis að minnsta kosti á árs fresti (reikningur er skilyrði)
- Ef leiðbeiningum tannlæknis er ekki fylgt
- Ef lausum tanngervum svo sem tannpörtum og gómum er ekki haldið við eða notuð með eðlilegum hætti
- Ef vefir í munnholi svo sem gómur eða tannbein fer að minnka/eyðast
- Ef skemmd hlýst vegna óhapps svo sem ef gómur eða tannpartur dettur á gólf
- Ef þyngd breytist verulega, viðkomandi annað hvort léttist eða þyngist verulega
- Ef sjúkdómar gera vart við sig sem hafa neikvæð áhrif á tannheilsu (sem dæmi; sykursýki, flogaveiki, beinþynning, aukaverkanir eftir geisla- eða lyfjameðferð)

Einstaka sinnum verða tennur fyrir skaða við krónu- eða brúaraðgerðir sem hefur í för með sér að rótfarylling er nauðsynleg eftir á. Kreativ Dental er ekki í ábyrgð fyrir neinum vafamálum sem ekki voru sýnileg á röntgenmyndum og voru ekki fyrirsjáanleg eða hægt var að gera ráð fyrir meðan á meðferð hjá Kreativ Dental stóð.

Kreativ Dental lætur í té 100 evrur fyrir minni háttar lagfæringar hjá þeim tannlækni sem þú skiptir við. Til dæmis; til að festa lausar krónur eða að aðlaga tanngóm eða brýr.