Kreativ Dental®
kreativ dental

Have questions?
+36(1)
22 201 99

contact us
slider

Tanngervi

Tanngervi er tilbúinn íhlutur hannaður til að koma í staðinn fyrir glataðar tennur. Einnig gjarnan kallaðar falskar tennur eða gómur.

Tanngervi sækja stuðning sinn í vefi í munnholinu bæði úr gómi og tannbeini.

Hefðbundin tanngervi eru laus. Margar mismunandi tegundir tanngerva eru til, sum fá stuðning sinn með að tengjast eða smella saman við tannplanta.

Lausir tannpartar eru ætlaðir þeim þar sem NOKKRAR tennur vantar í tanngarðinn. Heilgómar eru fyrir þá sem vantar ALLAR tennur í tanngarðinn annað hvort þann efri (maxillary arch) eða þann neðri (mandibular arch).

Á undanförnum árum hefur þróunin í tannlækningum verið sú að auka festu tanngerva í munninum með tannplöntum.

Ísetning tannplanta í tannbein hjálpar til að veita aukna festu og stöðugleika fyrir tanngervið svo það geti betur staðist þrýsting þegar tuggið er. Þrýstingurinn á tannbeinið hindrar að það eyðist.

Þegar tannplantar eru hluti af meðferðinni þá er talað um góminn sem  tannplant studdan yfirgóm (overdenture).

Við hjá Kreativ Dental sérsmíðum fasta góma sem studdir eru með tannplöntum fyrir þá sem það hentar.

Í flestum tilfellum eru heil tanngervi án óþæginda fljótlega eftir að þeim hefur verið komið fyrir. Þó má gera ráð fyrir alla vega tveimur heimsóknum til að meðhöndla aum svæði í gómi.

Líkt og með náttúrulegar tennur þarf tanngervið eðlilega tannhirðu.

Regluleg tannburstun hjálpar til að halda tanngervinu hreinu og munninum heilbrigðum.

Regluleg skoðun hjá tannlækni er mikilvæg. Tannlæknirinn mun skoða munninn til að sjá hvort að tanngervið passi enn á réttan hátt.

Með tímanum getur þurft að endurfóðra tanngervið, koma því betur fyrir eða endurgera það sökum eðlilegs slits.

Með reglulegri faglegri umhirðu, jákvæðu hugarfari og seiglu getur þú orðið einn/ein af þeim milljónum manna sem ganga með góm sinn og tennur með brosi!

Verðin okkar